Ég var utan stéttarfélaga en tryggingamálin voru mér ofarlega í huga. Þegar ég sá sjúkrasjóðinn hjá FLM áttaði ég mig á því að þarna var einfaldasta og hagstæðasta lausnin komin.

  

Kristmundur Freyr Guðjónsson

sérfræðingur hjá Sensa

Fleiri umsagnir

Sækja um aðild

Ég fæ líftryggingu og launatryggingu fyrir mig og launabætur í 6 mánuði vegna veikinda barna fyrir aðeins 0,05% félagsgjald hjá FLM.

  

Sólveig Margrét Kristjánsdóttir

aðalbókari hjá Nordic Visitor

Fleiri umsagnir

Sækja um aðild

Það er sjálfsagt öryggismál að hafa góða launatryggingu og líftryggingu. Hana fæ ég hjá FLM fyrir aðeins 0,05% af launum.

  

Ragnar Davíð Segatta

rekstrarstjóri hjá Mótorstillingu

Fleiri umsagnir

Sækja um aðild

80%

af launum í allt að
9 mánuði að loknum
3 mánaða biðtíma bóta

Launabætur í

6

mánuði vegna  
veikinda og slysa    barna     

Fullkomin
líftrygging
fyrir félagsmenn

Félagsgjald

0,05%

af launum

Hagstæður valkostur fyrir þig

Hlutverk sjúkrasjóðs FLM er að veita félagsmönnum afkomubætur í veikinda- og slysatilfellum. FLM brúar það tekjutap sem verður frá því að veikindarétti launþega lýkur hjá vinnuveitanda (að jafnaði 3 mánuðir) og þar til örorkulífeyrir greiðist frá lífeyrissjóði. Þetta tímabil getur varað í allt að 9 mánuði og jafnvel lengur í einhverjum tilfellum. Á þessu tímabili eru einu tekjur launþega sem ekki eru í sjúkrasjóði og slasast eða veikjast alvarlega greiðslur frá Tryggingastofnun sem nema aðeins um 40.000 kr. á mánuði. Sjóðurinn greiðir einnig dánarbætur samkvæmt skilmálum líftryggingar sjóðsins.

Væri samsvarandi tryggingavernd keypt beint af vátryggingafélagi myndi iðgjald greiðast af launum eftir skatta.

Félagsgjald er einungis 0,05% af launum félagsmanns (launþega).

Vinnuveitendur greiða 1% af launum starfsmanna í sjúkrasjóð FLM, en þessir fjármunir mynda sjóðinn. Ekki er um önnur framlög að ræða af hálfu vinnuveitanda.

Launabætur

Launatrygging sjúkrasjóðs FLM greiðir launabætur af völdum slysa eða sjúkdóma (slysa- og sjúkradagpeninga), sem nema 80% af meðallaunum í allt að 9 mánuði. Bætur greiðast þó ekki fyrr en 3 mánuðir eru liðnir frá því að sá atburður varð er leiddi til óvinnufærni, þ.e. óvinnufærni þarf að hafa varað samfleytt í 90 daga áður en bætur greiðast.

Launabætur greiðast enn fremur vegna slysa og veikinda barna í allt að 6 mánuði.

Hámark mánaðarlegra launabóta er 2.450.000 kr. Greiðsla launabóta til hvers félagsmanns takmarkast að hámarki við 24 mánuði á hverju 10 ára tímabili.

Dánarbætur

Fjárhæð dánarbóta er háð aldri og launum félagsmanns á hverjum tíma, þó greiðir líftrygging dánarbætur að hámarki 12.360.000 kr., en að lágmarki 860.000 kr. Ekki þarf að fara fram sérstakt áhættumat vegna líftryggingar sjúkrasjóðsins.

Skilyrði fyrir greiðslu dánarbóta úr sjúkrasjóði FLM er að greitt hafi verið a.m.k. 12.000 kr. iðgjald í sjúkrasjóð FLM á næstliðnum 12 mánuðum fyrir fráfall félagsmanns.