Fæðingar- og ættleiðingarstyrkir
Sjúkrasjóður Félags lykilmanna greiðir eftirfarandi styrki
Sjúkrasjóður FLM veitir styrki, allt að kr. 300.000 til hvers og eins sjóðfélaga vegna fæðingar barns. Sami styrkur er veittur vegna ættleiðingar, eða þegar barn er komið fyrir í varanlegu fóstur, ef barn er yngra en 18 ára. Jafnframt er veittur styrkur vegna andvana fæðingar barns, eftir 22. viku meðgöngu eða fósturláts eftir 18. viku meðgöngu.
Styrkþegi þarf hafa verið félagsmaður í 10 mánuði eða lengur, síðustu 12 mánuði fyrir fæðingu barns, ættleiðingu, andvana fæðingu eða fósturlát.
Greiddur er styrkur að hámarki kr. 150.000 kr. vegna tækni-, smásjár- eða glasafrjóvgunarmeðferða á hverju 24 mánaða tímabili til félagmanna sem hafa verið sjóðfélagar í 10 mánuði af síðustu 12 mánuðum fyrir upphaf meðferðar. Styrkur verður þó aldrei hærri en útlagður kostnaður.
Sækja um aðild
Úthlutunarreglur
Ef meðallaun sjóðfélaga síðustu 12 mánuði fyrir fæðingu barns, eða ættleiðingu eru lægri en kr. 500.000 kr. á mánuði fær sjóðfélagi aðeins greiddan hálfan styrk og engan styrk ef meðallaun eru lægri en kr. 250.000.
Styrkumsóknarform eru aðgengileg hér neðanvert á heimasíðunni. Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. hvers mánaðar til að öruggt sé að umsókn sé afgreidd í sama mánuði. Nauðsynleg gögn verða að fylgja umsókn s.s. fæðingarvottorð eða vottorði um skráningu barns í þjóðskrá, læknisvottorð vegna andvana fæðingar barns eða fósturláts, reikningar vegna tækni-, smásjár- eða glasafrjóvgunarmeðferða þurfa að vera löggildir reikningar með nafni umsækjanda sem sannanlega eru greiddir af sjóðfélaga sjálfum eða af samsköttuðum aðila. Á reikningunum þarf að vera dagsetning og hver gefur reikninginn út. Sjóðurinn áskilur sér rétt til að óska eftir frumriti reiknings sem áður hefur verið sendur til sjóðsins, áður en útborgun á sér stað.
Starfsmenn sjóðsins afgreiða umsóknir og eru styrkir afgreiddir a.m.k. einu sinni í mánuði. Sjóðfélagi getur ávallt vísað afgreiðslu á máli sínu til stjórnar Sjúkrasjóðs FLM.
Réttur til styrkja fellur niður að liðnum 24 mánuðum frá fæðingardegi barns eða ættleiðingu, andvana fæðingu eða fósturláts eða útgáfu reiknings vegna tækni-, smásjár- eða glasafrjóvgunarmeðferða. Réttur til greiðslna úr sjóðnum fellur niður að liðnum 3 mánuðum frá því síðast var greitt iðgjald til sjóðsins. Sé styrks ekki vitjað innan 9 mánaða frá ákvörðun sjóðstjórnar eða starfsmanns sjóðsins fellur umsókn hans niður. Sá sem gefur rangar eða villandi upplýsingar eða lætur hjá líða að veita nauðsynlegar upplýsingar, missir rétt til bóta í allt að tvö ár. Í tilvikum þar sem um er að ræða ofgreiðslu vegna rangra upplýsinga er sjóðsstjórn heimilt að endurkrefja bótaþega um alla bótafjárhæðina auk dráttarvaxta. Sjóðstjórn er heimilt að draga frá of greiddar bætur við næstu úthlutanir til sjóðfélaga.
Skattgreiðsla af styrkjum samkvæmt þessum reglum fer eftir tekjuskattslögum og reglum ríkisskattstjóra á hverjum tíma.
Reglur þessar gilda vegna fæðinga barns/fósturláts frá og með 1. janúar 2025. Vegna ættleiðinga og glasafrjóvgunar miðast reglur við að upphaf ferils sé eftir 1. janúar 2025. Fyrsta útgreiðsla vegna þessara regla verður 1. mars 2025.
Styrkumsóknarform – Eyðublöð
Aðild að félaginu
Skráðu þig hér
Að skrá sig í FLM er ódýr kostur, aðeins 0.05 % mánaðarlegt félagsgjald sem greiðist af launþega og 1% sjúkrasjóðsgjald sem greiðist af vinnuveitenda.
Sækja um aðild