Persónuverndarstefna FLM

Öryggismál og meðhöndlun persónupplýsinga

Vefur FLM safnar ekki sjálfkrafa neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur. Hins vegar er notkun á vefnum mæld með þjónustum utanaðkomandi aðila, sem safna persónuupplýsingum í skilningi persónuverndarlaga.

Fyrir notendur sem eru eða hafa nýlega verið innskráðir á Facebook, getur Facebook tengt upplýsingar um heimsókn á vef FLM beint við viðkomandi Facebook notanda. Með sama hætti geta auglýsingakerfi Google tengt notkunarupplýsingar við þá persónuprófíla sem þau búa yfir, prófíla sem eru ýmist nafnlausir eða innihalda persónurekjanlegar upplýsingar á borð við nafn, netfang eða símanúmer.

Fyrir þá notendur sem vilja ekki að notkun þeirra sé mæld á nokkurn hátt er skilvirkast að breyta „Do Not Track“ stillingum í viðkomandi vafra og sækja vafraviðbætur á borð við Privacy Badger, enda hafa slíkar breytingar áhrif á öll vefsvæði. Google býður einnig upp á vafraviðbót til að afþakka Google Analytics mælingar auk möguleikans að breyta skráningum notenda í auglýsinganeti sínu, þar á meðal að afþakka þær alveg.

Aðild að félaginu

Skráðu þig hér

Að skrá sig í FLM er ódýr kostur, aðeins 0.05 % mánaðarlegt félagsgjald sem greiðist af  launþega og 1% sjúkrasjóðsgjald sem greiðist af vinnuveitenda.

Sækja um aðild
Sækja um aðild