Við óskum félagsmönnum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Nú þegar fyrsta heila starfsár félagsins er liðið viljum við senda ykkur fréttir af starfsemi FLM.
Starfsemin
FLM var stofnað vorið 2012 og í kjölfarið var gengið endanlega frá samningum við vátryggingarfélag um bótavernd félagsmanna. Um haustið 2012 bárust fyrstu félagsgjöldin og nú um áramót höfðu borist rúmlega 120 umsóknir um félagsaðild. Á næstu vikum verður farið í kynningarherferð til öflunar nýrra félagsmanna.
Bætt tryggingarvernd
Það er okkur ánægja að tilkynna, að samningar hafa nást um bætta bótavernd sjúkrasjóðsins vegna slysa og veikinda barna félagsmanna. Frá áramótum greiðir sjúkrasjóður FLM því einnig dagpeninga vegna slysa og veikinda barna félagsmanna.
Kjarasamningur FLM
FLM hefur óskað eftir viðræðum við samtök atvinnurekenda um gerð kjarasamninga, en óvíst er hvenær kjarasamningar nást. FLM hefur þegar lagt fram fyrirmynda kjarasamning til viðmiðunar, sem félagsmönnum er frjálst að vísa til. Fyrirmynda kjarasamningurinn er í öllum megin atriðum samhljóða kjarasamningum á almennum vinnumarkaði.
Nýtt merki FLM
Hannað hefur verið nýtt merki fyrir FLM, sem sjá má í fréttabréfinu og er það von okkar að hið nýja merki mælist vel fyrir á meðal félagsmanna.
Að endingu viljum við hvetja félagsmenn til þess að benda vinum og vandamönnum á kosti þess að gerast aðilar að FLM.