Aukið frelsi á vinnumarkaði framtíðar

Miklar breytingar eru að eiga sér stað í umhverfinu sem fela í sér byltingu á vinnumarkað. Eðli starfa og vinnustaða er að gjörbreytast og samband starfsfólks og vinnustaða mun verða með öðrum hætti en áður.

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við HÍ og Herdís Pála Pálsdóttir, sérfræðingur í mannauðsstjórnun gáfu nýlega út bókina Völundarhús tækifæranna. Í bókinni er fjallað um þær miklu breytingar sem eru að eiga sér stað á vinnumarkaði og hvaða tækifæri og áskoranir þessar breytingar fela í sér.

Hvernig verður vinnumarkaður framtíðarinnar? Hvað er að breytast?

Það má jafnt vísa til ýmissa lýðfræðilegra breytinga og breytinga í umhverfi okkar, eins og tækniþróunar, alþjóðavæðingar og aukins langlífis sem helst í hendur við aukningu á hinum svokölluðu gigg störfum eða verkefnamiðaðra ráðningasambanda. Í stuttu máli má segja að fólk geri kröfu um meira frelsi og sveigjanleika. Fjölbreytileiki ráðningarsambanda er því að verða meiri, sem kallar á breytta stjórnun og nálgun á vinnumarkaði. 


Árelía Eydís og Herdís Pála
Lífsgæðin liggja í auknu frelsi og vali á því í hvers konar ráðningasambandi starfsfólk vill vera. Fólk ræður betur yfir því hvar, hvernig, við hvað og með hverjum það starfar.
Árelía Eydís og Herdís Pála
- Höfundar bókarinnar Völundarhús tækifæranna

Hvaða tækifæri felast í þessum breytingum?

Þessar breytingar þýða það kannski helst fyrir vinnustaði að þeir geta bæði haft meiri sveigjanleika í mönnun sinni en eru líka að taka örar inn fólk í afmörkuð og tímabundin verkefni, fólk sem kemur þá gjarnan með nýja nálgun og önnur sjónarhorn heldur en fólk sem er í föstu ótímabundnu ráðningarsambandi við vinnuveitandann. Fyrir einstaklinga þýða þessar breytingar að tækifærum til að geta valið sér lífsstíl er að fjölga. Fólk finnur sér svo verkefni sem gefa þeim tekjur, til að styðja við þennan lífsstíl. Margir kjósa sem dæmi að vinna minna eða í öðrum takti en að vinna kl. 9-5, 5 daga vikunnar, 12 mánuði á ári.

Meiri fjölbreytni í ráðningasamböndum

  • Breytingarnar fela í sér meiri sveigjanleika í mönnun
  • Atvinnurekendur munu sækja meira í að fá starfsfólk inn í afmörkuð, tímabundin verkefnu
  • Breytingar gefa einstaklingum frelsi til þess að breyta takti í vinnu

Hverjar eru áskoranirnar?

Áskoranir fyrir vinnuveitendur er kannski þær helstar að það er kannski ekki sama tryggðin gagnvart vinnustaðnum og svo er ekki víst að þeir giggarar sem vinnustaðurinn vill fá í verkefni séu alltaf lausir þegar vinnuveitandanum hentar.


Áskoranir fyrir einstaklinga eru helst að ná sér í verkefni, til að afla sér nægra tekna og að hafa ekki sama veikinda- og orlofsrétt og fólk í föstu ráðningarsambandi. Einnig þurfa giggarar að huga sjálfir að því sem vinnuveitandi sér vanalega um, eins og aðstöðu, tæknilegri aðstoð og aðgengi að sérfræðingum á borð við markaðsfólk, hönnuði o.s.frv.

FLM ódýr og öruggur kostur

Tekjuöryggi er ein af lykiláherslum FLM. Við bjóðum öflugan sjúkrasjóð með tryggingavernd sem getur skipt sköpum fyrir launþega í ólíkum tegundum ráðninga, ekki síst fyrir giggara. FLM er nútímalegt ódýrt stéttarfélag með lágmarks yfirbyggingu.

Sækja um aðild