Breyting á vátryggingaskilmálum sjúkrasjóðs FLM

Frá og með 1. nóvember 2024 taka gildi eftirfarandi breytingar á vátryggingaskilmálum sjúkrasjóðs FLM.

Frá og með 1. nóvember 2024 taka gildi eftirfarandi breytingar á vátryggingaskilmálum sjúkrasjóðs FLM.

Líftrygging:
- Undanþáguákvæði 3. gr. skilmálanna hefur verið breytt og undanskilur nú alfarið andlát af völdum atvika eða sjúkdómsástands sem voru til komin og hinum vátryggða var eða mátti vera kunnugt um áður en vátryggingin tók gildi eða vátryggði gekk inn í Félag lykilmanna. Í eldri skilmálum takmarkaðist undanþáguákvæðið við fyrstu 48 mánuðina frá upphafi hópaðildar félagsmanns og því er hér um að ræða þrengingu á skilmálunum.
- Við hvetjum félagsmenn til þess að kynna sér vel vátryggingarskilmála hóplíftryggingarinnar sem aðgengilegir eru á heimasíðu FLM www.flm.is.

Sjúkdómatrygging:
- Undanþáguákvæði 9. gr. skilmálanna hefur verið breytt og undanskilur nú alfarið afleiðingar sjúkdóma, sem sýnt höfðu einkenni áður en vátryggingin tók gildi eða vátryggði gekk inn í hóptrygginguna og honum var eða mátti vera kunnugt um, hvort sem formleg greining hafi átt sér stað eða ekki. Vátryggingin tekur heldur ekki til afleiðinga slysa eða aðgerða sem áttu sér stað fyrir þann tíma. Í eldri skilmálum takmarkaðist undanþáguákvæðið við fyrstu 48 mánuðina frá upphafi hópaðildar félagsmanns og því er hér um að ræða þrengingu á skilmálunum.
- Við hvetjum félagsmenn til þess að kynna sér vel vátryggingarskilmála hópsjúkdómatryggingarinnar sem aðgengilegir eru á heimasíðu FLM www.flm.is.

Sjúkratrygging:
- Undanþáguákvæði 3. gr. a. liðar skilmálanna hefur verið breytt og undanskilur nú alfarið hvers kyns sjúkdóma sem sýnt höfðu einkenni áður en vátryggingin tók gildi eða vátryggður gekk inn í hóptrygginguna og honum var eða mátti vera kunnugt um, hvort sem formleg greining hafi átt sér stað eða ekki. Í eldri skilmálum takmarkaðist undanþáguákvæðið við fyrstu 48 mánuðina frá upphafi hópaðildar félagsmanns og því er hér um að ræða þrengingu á skilmálunum.
- Við hvetjum félagsmenn til þess að kynna sér vel vátryggingarskilmála hópsjúkratryggingarinnar sem aðgengilegir eru á heimasíðu FLM www.flm.is.

Sækja um aðild