Þegar kemur að því að velja sér stéttarfélag er mikilvægt að spá í hvað það er sem þú vilt geta sótt til stéttarfélagsins. Mörg nýtum við styrki og sjóði allt of lítið og viljum einfaldari valkost sem snýst fyrst og fremst um um það að tryggja tekjuöryggi ef að slys eða veikindi valda því að við þurfum að vera frá vinnu.
Frelsi til að velja öðruvísi stéttarfélag
Góðu fréttirnar eru þær að þú hefur frelsi til þess að velja þitt stéttarfélag og ef þú ert að leita að öðruvísi kosti þá ættirðu að skoða FLM.
FLM er stéttarfélag sem hentar vel stjórnendum og sérfræðingum sem að semja um laun sín sjálf á almennum markaði. FLM er líka góður kostur fyrir öll sem ekki eru í stéttarfélögum eða kjósa að standa utan hefðbundinna stéttarfélaga. FLM er óháð stéttarfélag sem er í eigu félaga á hverjum tíma.
Nútímalegur valkostur fyrir þig
Það er mikilvægt að frelsinu fylgi stöðugleiki, til dæmis varðandi tekjuöryggi. Við hjá FLM þekkjum vel þarfir þeirra sem kjósa að standa utan hefðbundinna stéttarfélaga. Við bjóðum upp á ódýrara stéttarfélag með góða bótavernd og innifaldar tryggingar.