Hvað eru launabætur?

Öll getum við lent í því að slys eða veikindi valdi því að við þurfum að vera frá vinnu í skemmri tíma, þá gætum við þurft á launabótum að halda.

Það er hlutverk sjúkrasjóðs FLM að tryggja tekjuöryggi félagsfólks í veikinda- og slysatilfellum, því við getum öll lent í því að verða óvinnufær til skemmri tíma.

Stéttarfélag með öflugan sjúkrasjóð

Það er gríðarlega mikilvægt að fylgjast með sínum réttindum og vera viss um að vera í stéttarfélagi með öflugan sjúkrasjóð. FLM greiðir launabætur í veikinda- og slysatilfellum eftir að veikindarétti lýkur hjá vinnuveitanda, sem nema 80% af meðallaunum í allt að 9 mánuði (eftir að 3 mánaða biðtími er liðinn). Þessum bótum er ætlað að koma í stað launagreiðslna í framhaldi af veikindarétti hjá vinnuveitanda. 

Hvað með veikindi barna?

Ef um er að ræða slys og veikindi hjá börnum félagsmanna er ekki síður mikilvægt að vera með gott öryggisnet og í þeim tilvikum greiðast launabætur í allt að 6 mánuði.

Sjúkrasjóður FLM tryggir tekjuöryggi

Tekjuöryggi er ein af lykiláherslum FLM. Við bjóðum öflugan sjúkrasjóð með tryggingavernd sem getur skipt sköpum fyrir launþega í ólíkum tegundum ráðninga, ekki síst fyrir giggara. FLM er nútímalegt ódýrt stéttarfélag með lágmarks yfirbyggingu.

Sækja um aðild