Frá og með 1. maí 2020 hefur félagsmaður rétt til að halda áfram líftryggingu og sjúkdómatryggingu falli félagsaðild hans niður af öðrum ástæðum en vegna aldurs. Til þess að virkja áframhald líftryggingar og sjúkdómatryggingar þarf félagsmaður að senda Sjóvá sannanlega beiðni þess efnis innan þriggja mánaða frá því að aðild hans að FLM féll niður.
Aldursmörk í tryggingavernd sjúkrasjóðs FLM
Launatryggingin fellur úr gildi í lok þess árs sem félagsmaður nær 66 ára aldri. Vátryggingin tekur ekki til félagsmanna yngri en 18 ára. Hámarksaldur við inngöngu í trygginguna er 64 ár.
Líftryggingin fellur úr gildi í lok þess árs sem félagsmaður nær 66 ára aldri. Vátryggingin tekur ekki til félagsmanna yngri en 18 ára. Hámarksaldur við inngöngu í vátrygginguna er 64 ára aldur.
Sjúkdómatryggingin fellur úr gildi þegar félagsmaður verður 60 ára (miðast við afmælisdag). Vátryggingin tekur ekki til félagsmanna yngri en 18 ára. Sjúkdómavernd barna félagsmanna gildir aðeins fyrir börn á aldrinum 3ja mánaða til 18 ára.
Réttindi á atvinnuleysisbótum eða í fæðingarorlofi
Félag lykilmanna tryggir réttindi þeirra félagsmanna sem fara á atvinnuleysisbætur eða í fæðingarorlof, þannig að FLM leggur til 1% sjúkrasjóðsgjald í samræmi við greitt félagsgjald af greiðslum frá Atvinnuleysistryggingasjóði eða frá Fæðingarorlofssjóði. Samkvæmt skilmálum sjúkrasjóðs FLM miðast greiðslur úr honum við 80% af meðal mánaðarlaunum félagsmanns síðustu 12 mánuði fyrir tjónsatburð, hvort sem það eru laun eða bætur vegna atvinnuleysis eða fæðingarorlofs.