Sjúkdómatrygging – ný trygging

Frá og með 1. maí 2020 njóta félagsmenn í FLM tryggingaverndar sjúkdómatryggingar.

Frá og með 1. maí 2020 njóta félagsmenn í FLM tryggingaverndar sjúkdómatryggingar.

Fjárhæð bóta úr sjúkdómatryggingu er háð aldri og launum félagsmanns á hverjum tíma, þó greiðir sjúkdómatryggingin bætur að hámarki 10.000.000 kr., en að lágmarki 700.000 kr. Ekki þarf að fara fram sérstakt áhættumat vegna sjúkdómatryggingar sjúkrasjóðsins.

Vátryggðir eru félagsmenn í Félagi lykilmanna, sem uppfylla það skilyrði að hafa verið að fullu vinnufærir síðastliðna 3 mánuði fyrir töku tryggingarinnar. Félagsmenn sem ganga í félagið eftir gildistöku tryggingarinnar teljast vátryggðir hafi þeir verið að fullu vinnufærir síðastliðna 3 mánuði fyrir inngöngu.

Vátrygging þessi undanskilur hvers kyns sjúkdóma, slysaafleiðingar eða önnur tilvik, sem einkenni voru komin fram um, áður en félagsmaður gekk inn í vátryggingarsamninginn með félagsaðild að Félagi lykilmanna og félagsmanni var eða mátti vera kunnugt um, hvort sem formleg greining hafi átt sér stað eða ekki.

Sjúkdómatrygging gildir fyrir félagsmann ef hann greinist með einhvern þeirra sjúkdóma, gengst undir einhverja þeirra aðgerða eða verður fyrir einhverju því tilfelli, sem tilgreind eru í skilmálum tryggingarinnar og skipt er upp í flokka sem hér greinir:

  • Krabbamein
  • Hjarta-, æða- og nýrnasjúkdómar
  • Tauga- og hrörnunarsjúkdómar
  • Aðrir vátryggingaatburðir


Ennfremur gildir sjúkdómatryggingin vegna sjúkdóma sem börn félagsmanna á aldrinum 3ja mánaða til 18 ára greinast með í samræmi við skilmála tryggingarinnar.

Neðangreind mynd sýnir dæmi um fjárhæðir í sjúkdómatryggingu, miðað við mánaðarlaun 750.000 kr. mánaðarlaun. Nánari upplýsingar á www.flm.is.

Fjárhæðir sjúkdómatryggingar eftir aldri.
Sækja um aðild