Í Kjarasamningin segir að launakjör ráðist af því sem semst um á markaði og í viðtali um hugsanlegar breytingar á starfskjörum geta vinnuveitandi og starfsmaður m.a. haft til hliðsjónar launabreytingar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði.
Félagsmenn FLM eiga því rétt á þeim launahækkunum sem samið er um á almennum markaði og hvetjum við félagsmann að óska eftir viðtali við sína yfirmenn nú í kjölfar samninga ASÍ félaga. Þó geta verið álitamál við hvaða hópa skal miða þar sem ekki hefur verið samið við t.d. háskólamenn eða starfsfólk fjármálafyrirtækja.