Sigurhanna er stjórnandi (e. Chief delivery officer) hjá vöruþróunarfyrirtækinu Gangverki, þar sem hún er ábyrg fyrir teymunum og hefur yfirumsjón með verkefnum. Við hittum Sinnu og fengum að spjalla við hana um framtíð vinnumarkaðar og hlutverk stéttarfélaga.
Mikilvægt að hugsa fram í tímann
„Það eru miklar og hraðar breytingar að eiga sér stað á vinnumarkaði, fyrirtæki eru fljótari að aðlagast og þurfa að vera sveigjanlegri að aðlagast breyttum væntingum til starfsfólks, með til dæmis fjarvinnu. Þetta gerir það að verkum að stefnumótun er mikilvægari en áður, því það þarf að vera skýr stefna sem leiðir fólk saman. Íslensk fyrirtæki eru sum óöguð þegar kemur að mælikvörðum og þess háttar. Við komumst ekki alveg upp með það lengur, nú er mikilvægt að vera skipulagðari í allri hugsun."
Hreyfanlegur vinnumarkaður
„Markaðurinn er líka meira fljótandi, fólk ekkert endilega að stoppa of lengi. Sérfræðingar eru almennt að hreyfa sig hratt og leita nýrra tækifæra. Þetta spilaði inn í val mitt á Félagi lykilmanna, Það er auðvitað svoldið glatað að vera alltaf að byrja á byrjunarreit, því í nýju starfi byrjar maður svoldið upp á nýtt, hvað varðar frídaga, veikindadaga og þess háttar," segir Sinna og vísar þar í sjúkrasjóð FLM og þá tryggingarvernd sem sjóðurinn býður.
„Þó að þú getir sótt allskonar til stéttarfélaga, þá er ég ekki á þeim stað núna að ég þurfi það. Þegar maður fer svo að horfa í það hvað maður í rauninni borgar mikinn pening, því að þetta er prósenta af launum þá var þetta einhvern veginn borðleggjandi. Þá getur maður bara notað þennan pening sem maður sparar í orlofshús eða ferðalag."
Sigurhanna Kristinsdóttir
Nútímalegara stéttarfélag
„Mér finnst að stéttarfélög þurfi að laga sig betur að hreyfanlegri vinnumarkaði, það er spá í réttindi fólks sem er búið að vera tuttugu ár á vinnumarkaði, en kannski ekkert endilega í 5 ár að frá greidd laun frá sömu kennitölu.“
„Það sem ég fíla því við FLM, er að það er svona meira "light weight", þú ert bara að kaupa ákveðna tryggingu, veikindarétt. Allt annað skiptir minna máli. Þetta er bara nútímalegra.“
FLM ódýr og öruggur kostur
Tekjuöryggi er ein af lykiláherslum FLM. Við bjóðum öflugan sjúkrasjóð með tryggingavernd sem getur skipt sköpum fyrir launþega í ólíkum tegundum ráðninga, ekki síst fyrir giggara. FLM er nútímalegt ódýrt stéttarfélag með lágmarks yfirbyggingu.