Félagsmaður FLM sem var stjórnandi hjá Wow vinnur mál fyrir Landsrétti þar sem launakrafa hans er viðurkennd sem forgangskrafa í þrotabúið og þá eftir atvikum í Ábyrgðarsjóð launa.
Skiptastjórar búsins höfnuðu kröfunni á þeim forsendum að hann sem stjórnandi og einn af yfirmönnum ætti ekki rétt til þess að krafa hans væri viðurkennd sem forgangskrafa. Deilan snérist aðallega um hvort hann hafi stýrt daglegum rekstri félagsins en hann hafði prókúru fyrir félagið ásamt eiganda. Dómurinn taldi að ekki hafi verið sýnt fram á þrátt fyrir starfstitil að hann hafi haft valdheimildir til að hafa áhrif á þær ákvarðandi sem teknar voru innan félagsins. Krafa hans var því viðurkennd sem forgangskrafa