Launagreiðendur
Einföldun við iðgjaldaskil
Launagreiðendavefur býður upp á einföldun við iðgjaldaskil og þægilegt aðgengi að upplýsingum um eldri færslur. Í skilagreinakerfi eru t.d. auknar villuprófanir sem einfalda útfyllingu og ættu að tryggja enn öruggari skil en áður. Þá er hægt að mynda kröfu í banka um leið og skilagreinin er send til félagsins.
Í yfirliti fást síðan ítarlegar upplýsingar um eldri skilagreinar og greiðslustöðu.
Félagsgjald og sjúkrasjóðsgjald
Bæði félagsgjald og sjúkrasjóðsiðgjald reiknast af sama launagrunni og iðgjald í lífeyrissjóð. Félagsgjald er framlag launþega, 0,05% af heildarlaunum. Vinnuveitandi greiðir sjúkrasjóðsiðgjald, einungis 1,0% af launum. Ekki er um önnur framlög að ræða af hálfu vinnuveitanda.
Slysatrygging launþega
Félagsmaður í FLM er vátryggður samkvæmt ákvæðum þess kjarasamnings sem vísað er til í ráðningarsamningi hans.
FLM hefur gert kjarasamning við Samtök atvinnulífsins (SA) og því eðlilegt að félagsmenn sem eru launþegar hjá fyrirtækjum innan vébanda SA tilgreini þann kjarasamning í sínum ráðningarsamningi.
FLM hefur gert kjarasamning við Félag atvinnurekenda (FA) og því eðlilegt að félagsmenn sem eru launþegar hjá fyrirtækjum innan vébanda FA tilgreini þann kjarasamning í sínum ráðningarsamningi.
Öðrum félagsmönnum er frjálst að vísa til Fyrirmyndakjarasamnings FLM í sínum ráðningarsamningi og væru þ.a.l. vátryggðir í samræmi við ákvæði hans.
Skilagreinar
Tvær leiðir eru mögulegar við að koma skilagreinum til FLM:
a) Með rafrænum sendingum beint úr launakerfi. Á launagreiðendavefnum okkar er sótt um aðgang fyrir XML samskipti úr launakrefi launagreiðanda við vefþjónustu okkar og birtist veflykill í heimabanka launagreiðanda. Nauðsynlegt er að sótt sé um veflykil á kennitölu launagreiðanda. Aðgangurinn gildir ennfremur fyrir launagreiðendavef FLM. Með rafrænum skilum sparast tími og fyllsta öryggis er gætt.
b) Ef ekki er mögulegt að senda rafrænar skilagreinar beint í gegnum launakerfi má skrá skilagreinar á launagreiðendavefnum. Þetta er örugg leið, enda býður launagreiðendavefur FLM uppá sama öryggi við meðhöndlun gagna og í netbönkum.
Hvort sem skilagrein er send rafrænt í gegnum launakerfi eða skráð á launagreiðendavef FLM stofnast krafa í heimabanka launagreiðanda sjálfvirkt í báðum tilvikum.
Vinsamlegast munið að ekki er nægilegt að senda inn skilagrein. Iðgjald bókast á félagsmann þegar bæði skilagrein og greiðsla hefur borist FLM.
Almennar upplýsingar
Félagsgjald – framlag launþega: 0,05% af heildarlaunum.
Sjúkrasjóðsgjald – framlag vinnuveitanda: 1% af heildarlaunum.
Kennitala: 530412-0750
Bankareikningur: 0114-26-140011
Félagsnúmer FLM: 560
Gjalddagi: 10. dagur næsta mánaðar.
Eindagi: Síðasti virki dagur þess mánaðar.
Gjalddagi og eindagi iðgjalda
Gjalddagi er 10. næsta mánaðar, t.d. iðgjöld vegna launa í mars eru með gjalddaga 10. apríl.
Eindagi er síðasti virki dagur næsta mánaðar, t.d. iðgjöld vegna launa í mars eru með eindaga síðasta virka dag í apríl.
Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga.
Innheimtuferli hefst ef iðgjöld eru ógreidd á eindaga, þannig:
- Áminning er send 30 dögum eftir gjalddaga.
- Fyrsta innheimtubréf er sent 45 dögum eftir gjalddaga, þar sem gefinn er 14 daga frestur.
- Annað innheimtubréf er sent 60 dögum eftir gjalddaga, þar sem gefinn er 14 daga frestur. Innheimtubréf þetta ber kostnað kr. 1.500.
- Lokaviðvörun er send 75 dögum eftir gjalddaga, þar sem gefinn er 14 daga frestur. Lokaviðvörun ber kostnað kr. 3.000.
- Krafa send lögfræðingi til innheimtu hafi greiðsla ekki borist 90 dögum eftir gjalddaga.
Félag lykilmanna er nútímalegt stéttarfélag sem leggur áherslu á það sem skiptir máli; öflugan sjúkrasjóð sem veitir félagsfólki afkomubætur í veikinda- og slysatilfellum.
Aðild að félaginu
Skráðu þig hér
Að skrá sig í FLM er ódýr kostur, aðeins 0.05 % mánaðarlegt félagsgjald sem greiðist af launþega og 1% sjúkrasjóðsgjald sem greiðist af vinnuveitenda.
Sækja um aðild