Launagreiðendur

Einföldun við iðgjaldaskil

Launagreiðendavefur býður upp á einföldun við iðgjaldaskil og þægilegt aðgengi að upplýsingum um eldri færslur. Í skilagreinakerfi eru t.d. auknar villuprófanir sem einfalda útfyllingu og ættu að tryggja enn öruggari skil en áður. Þá er hægt að mynda kröfu í banka um leið og skilagreinin er send til félagsins.

Í yfirliti fást síðan ítarlegar upplýsingar um eldri skilagreinar og greiðslustöðu.

Laungreiðendavefurinn

Félagsgjald og sjúkrasjóðsgjald

Bæði félagsgjald og sjúkrasjóðsiðgjald reiknast af sama launagrunni og iðgjald í lífeyrissjóð. Félagsgjald er framlag launþega, 0,05% af heildarlaunum. Vinnuveitandi greiðir sjúkrasjóðsiðgjald, einungis 1,0% af launum. Ekki er um önnur framlög að ræða af hálfu vinnuveitanda.

Slysatrygging launþega

Félagsmaður í FLM er vátryggður samkvæmt ákvæðum þess kjarasamnings sem vísað er til í ráðningarsamningi hans.

FLM hefur gert kjarasamning við Samtök atvinnulífsins (SA) og því eðlilegt að félagsmenn sem eru launþegar hjá fyrirtækjum innan vébanda SA tilgreini þann kjarasamning í sínum ráðningarsamningi.

FLM hefur gert kjarasamning við Félag atvinnurekenda (FA) og því eðlilegt að félagsmenn sem eru launþegar hjá fyrirtækjum innan vébanda FA tilgreini þann kjarasamning í sínum ráðningarsamningi.

Öðrum félagsmönnum er frjálst að vísa til Fyrirmyndakjarasamnings FLM í sínum ráðningarsamningi og væru þ.a.l. vátryggðir í samræmi við ákvæði hans.

Skilagreinar

Tvær leiðir eru mögulegar við að koma skilagreinum til FLM:
a)  Með rafrænum sendingum beint úr launakerfi. Á launagreiðendavefnum okkar er sótt um aðgang fyrir XML samskipti úr launakrefi launagreiðanda við vefþjónustu okkar og birtist veflykill í heimabanka launagreiðanda.  Nauðsynlegt er að sótt sé um veflykil á kennitölu launagreiðanda. Aðgangurinn gildir ennfremur fyrir launagreiðendavef FLM. Með rafrænum skilum sparast tími og fyllsta öryggis er gætt.
b)  Ef ekki er mögulegt að senda rafrænar skilagreinar beint í gegnum launakerfi má skrá skilagreinar á launagreiðendavefnum. Þetta er örugg leið, enda býður launagreiðendavefur FLM uppá sama öryggi við meðhöndlun gagna og í netbönkum.

Hvort sem skilagrein er send rafrænt í gegnum launakerfi eða skráð á launagreiðendavef FLM stofnast krafa í heimabanka launagreiðanda sjálfvirkt í báðum tilvikum.

Vinsamlegast munið að ekki er nægilegt að senda inn skilagrein. Iðgjald bókast á félagsmann þegar bæði skilagrein og greiðsla hefur borist FLM.

Almennar upplýsingar 

Félagsgjald – framlag launþega: 0,05% af heildarlaunum.
Sjúkrasjóðsgjald – framlag vinnuveitanda: 1% af heildarlaunum.
Kennitala: 530412-0750
Bankareikningur: 0114-26-140011
Félagsnúmer FLM: 560
Gjalddagi: 10. dagur næsta mánaðar.
Eindagi: Síðasti virki dagur þess mánaðar.

Gjalddagi og eindagi iðgjalda

Gjalddagi er 10. næsta mánaðar, t.d. iðgjöld vegna launa í mars eru með gjalddaga 10. apríl.
Eindagi er síðasti virki dagur næsta mánaðar, t.d. iðgjöld vegna launa í mars eru með eindaga síðasta virka dag í apríl.

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga.

Innheimtuferli hefst ef iðgjöld eru ógreidd á eindaga, þannig:

  1. Áminning er send 30 dögum eftir gjalddaga.
  2. Fyrsta innheimtubréf er sent 45 dögum eftir gjalddaga, þar sem gefinn er 14 daga frestur.
  3. Annað innheimtubréf er sent 60 dögum eftir gjalddaga, þar sem gefinn er 14 daga frestur. Innheimtubréf þetta ber kostnað kr. 1.500.
  4. Lokaviðvörun er send 75 dögum eftir gjalddaga, þar sem gefinn er 14 daga frestur. Lokaviðvörun ber kostnað kr. 3.000.
  5. Krafa send lögfræðingi til innheimtu hafi greiðsla ekki borist 90 dögum eftir gjalddaga.

 

Markaðsefni - Jakob

Félag lykilmanna er nútímalegt stéttarfélag sem leggur áherslu á það sem skiptir máli; öflugan sjúkrasjóð sem veitir félagsfólki afkomubætur í veikinda- og slysatilfellum.

Aðild að félaginu

Skráðu þig hér

Að skrá sig í FLM er ódýr kostur, aðeins 0.05 % mánaðarlegt félagsgjald sem greiðist af  launþega og 1% sjúkrasjóðsgjald sem greiðist af vinnuveitenda.

Sækja um aðild
Sækja um aðild