Nýtt – Slysatrygging

Slysatrygging

Frá og með 1. nóvember 2024 njóta félagsmenn í FLM tryggingaverndar slysatryggingar.

Slysatryggingin greiðir örorkubætur vegna varanlegrar færniskerðingar vátryggðs af völdum slyss.

Örorkubætur greiðast í hlutfalli við metna örorku.

Fjárhæð örorkubóta úr slysatryggingu er háð aldri og launum félagsmanns á hverjum tíma, þó greiðir slysatryggingin bætur að hámarki 19.400.000 kr., en að lágmarki 1.300.000 kr. Ekki þarf að fara fram sérstakt áhættumat vegna slysatryggingar sjúkrasjóðsins.

Vátryggðir eru félagsmenn í Félagi lykilmanna, sem uppfylla það skilyrði að hafa verið að fullu vinnufærir síðastliðna 3 mánuði fyrir töku tryggingarinnar. Félagsmenn sem ganga í félagið eftir gildistöku tryggingarinnar teljast vátryggðir, hafi þeir verið að fullu vinnufærir síðastliðna 3 mánuði fyrir inngöngu.

Sækja um aðild